Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Gylfi Sig heilsaði upp á göngugarpa
  • Gylfi Sig heilsaði upp á göngugarpa
Föstudagur 5. júní 2015 kl. 17:15

Gylfi Sig heilsaði upp á göngugarpa

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson heilsaði upp á Sigvalda Arnar Lárusson göngugarp og son hans, Alexander Frey, á höfuðborgarsvæðinu nú áðan. Sigvaldi er nú í göngu frá Keflavík til Hofsóss til stuðnings Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna.

Gylfi er eiginlega ábyrgur fyrir göngu Sigvalda, því Sigvaldi lagði allt traust sitt á það að Gylfi yrði kjörinn íþróttamaður ársins um síðustu áramót. Ef það yrði ekki ætlaði Sigvaldi að halda í þá göngu sem nú er raunin.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókn Gylfa til þeirra feðga á göngunni í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024