Gunni Þórðar, Klingenberg, tónlist og söguskoðun á sjötta degi menningarviku
Gunni Þórðar verður gestur Bryggjunnar í kvöld á sjötta degi menningarvikunnar sem nú stendur yfir í Grindavík. Gunni mætir að sjálfsögðu með gítarinn og flytur perlur úr dægurlagasmiðju sinni í tvo tíma.
Nemendur frá leikskólanum Króki skemmta gestum og gangandi í verslunarmiðstöðinni með hljóðklæðningu ljóða kl. 11 og 13.
Aðrir dagskrárliðir eru sem hér segir:
Kl. 17:00 - Tónfundur tónlistarskólans í Víðihlíð.
Kl. 17:00 - 19:00 - Palóma og Bókabúðin með lengri opnun.
Sigríður Klingenberg spáir í spilin og boðið verður upp á léttar veitingar. Stúlkurnar frá Hárhorninu verða á staðnum með kynningar.
Kl. 20:00 - Flagghúsið. „Niðri í skúrum"
• Staksteinar liðinnar aldar, frásagnir samferðamanna. Kristinn Þórhallsson (Diddi raf) segir sögur úr skúrunum.
• Upprisa þjóðar, verslunarfrelsi og hámenning. Erling Einarsson rekur sögu verslunar í Grindavík.