Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Gunnar Eyjólfsson fékk heiðursverðlaun
Mynd af heimasíði Karlakórsins Heimis.
Fimmtudagur 13. júní 2013 kl. 07:00

Gunnar Eyjólfsson fékk heiðursverðlaun

Keflvíkingurinn verðlaunaður fyrir framlag til sviðslista

Leikaranum Gunnari Eyjólfssyni voru veitt heiðursverðlaun Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, fyrir framlag sitt til íslenskra sviðslista í gærkvöldi. Gestir risu úr sætum og hylltu Gunnar þegar hann tók við verðlaununum. Gunnar er fæddur í Keflavík og steig sín fyrstu spor í leiklistinni á fjölum gamla Ungó á sínum tíma en hann á 68 ára feril að baki í leikhúsi.

Þegar Gunnar tók við verðlaununum þakkaði hann fyrir sig af mikilli einlægni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það leitar til hjarta og huga á þessari stundu, í þessu húsi, hvað ég er þakklátur fyrir það fólk sem ég kynntist hér, vann með og lærði svo ótrúlega mikið af,“ sagði Gunnar.

„Ég nefni engin nöfn en hér voru menn og konur sem höfðu svo góð áhrif, mótandi á unga leikara eins og mig og fleiri sem byrjuðu hér í þessu húsi. Ég þakka ykkur fyrir þetta kvöld og að fá að finna hvað kærleikur ykkar er mikill til mín. Takk fyrir.“