Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gummi Kalli í góðum hópi þekktra rithöfunda
Gestir í bókakonfekti hlustustu á lestur rithöfundanna. VF-myndir og texti/Óskar Birgisson.
Föstudagur 2. desember 2016 kl. 09:48

Gummi Kalli í góðum hópi þekktra rithöfunda

Miðvikudagskvöldið 30.nóvember var haldið hið árlega Bókakonfekt í Bókasafni Reykjanesbæjar. Þegar gestir voru búnir að koma sér fyrir þá boðið upp á nokkur tónlistaratriði frá nemendum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þegar tónlistaratriðunum var lokið voru rithöfundarnir kynntir til leiks en þeir voru mættir til að kynna nýútkomnar bækur sínar. 

Fyrstur var Guðmundur Karl Brynjarsson sem var mættur í sinn gamla heimabæ með ljóðabókina sína Hvolf en þetta er fyrsta ljóðabókin hans. Guðmundur Karl las upp nokkur ljóð og sagði frá ljóðunum og hvernig þau urðu til.  Næst var komið að Guðmundi Andra Thorssyni sem var einnig var gefa út sína fyrstu ljóðabók sem heitir Hæg breytileg átt.  Guðmundur Andri las upp nokkur ljóð og sagði sögur um það hvernig ljóðin urðu til.  Að lokum las Vigdís Grímsdóttir upp úr minningabók Sigríðar Halldórsdóttur sem heitir Elsku Drauma mín. Vigdís skrásetti frásögur Sigríðar en þess má geta að Sigríður er dóttir Halldórs Laxness. Eftir að rithöfundarnir höfðu lokið við að lesa upp úr bókum sínum gátu gestir lagt spurningar fyrir rithöfundana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðmundarnir á spjalli við Vigdísi á góðri stundu í Bókasafninu.