Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 2. júlí 1999 kl. 00:16

GULU HJÓLIN AFTUR Á GÖTUR BÆJARINS

VF var farið að lengja eftir gulu hjólunum og því samband við bæjaryfirvöld og spurðust frétta. Stefán Bjarkason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, sagði veðurfar hafa seinkað komu gulu hjólanna á göturnar. „Við vildum bíða með þau fram yfir sautjánda júní og veðrið síðustu vikurnar hefur frestað þessu enn. Núna bíða 15 hjól eftir því að vera sett upp. Skilti með leiðbeiningum, sem verða á strætisvagnastoppistöðvunum, eru tilbúin og við erum ákveðin í því að halda áfram með þessa hugmynd. Við erum líka sannfærð um að nú verði færri hjól skemmd en í fyrra, enda eru allir bæjarbúar að tileinka sér að vera á réttu róli - líka á gulu hjóli.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024