Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gullregnin blómstra
Fimmtudagur 19. júní 2003 kl. 13:40

Gullregnin blómstra

Sumir segja að veturinn hafi aldrei komið, enda hefur tíðarfar í vetur og vor verið með einsdæmum gott. Gróðurinn hefur ekki farið varhluta af góðu tíðarfari og hvað þá garðar á Suðurnesjum. Víða eru plöntur farnar að blómstra mánuði fyrr en venjulega. Í Sandgerði hjá þeim hjónum Lydíu Egilsdóttur og Birni Maronssyni er Gullregnið farið að blómstra og segir Lydía að það sé vika síðan blómið komst í fullan skrúða.Venjulega blómstrar Gullregn í júlí og er sumarið því mánuði fyrr á ferðinni en í venjulegu ári.

VF-ljósmynd: Gullregnið í garðinum hjá Lydíu og Birni teygir úr sér í góða veðrinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024