Gullið í Höll blekkinganna
Myndlistarsýningin “Höll blekkninganna” eftir Eirúnu Sigurðardóttur opnar laugardaginn 1. mars kl 13, og stendur til 17, í hinu framsækna sýningarrými Suðsuðvestur í Keflavík .
Með lifandi skúlptúr, bókverki og teikningum undir borðið.
Á sýningunni mun “Gullið”, hinn lifandi skúlptúr, hekla úr höfði sér þræði og anga. Hvít vera sem leitar eftir kyrð, hlustun, skoðun, skilningi og áframhaldi.
Gullið kveikir margar myndir en minnir um margt á lifandi/manngert skilngstré þó ævintýrið um dóttur malarans sem var dæmd til að spinna gull úr hálmi sé ekki langt undan ásamt tengingum við Star Tek verurnar Borg sem búa yfir magnaðri samvitund….
Það er um ár síðan Eirún vissi hvað hún vildi gera í Suðsuðvestri. Millitíman hefur hún notað til þess að rannsaka hugmyndina.
Bókverkið sem gefið er út samfara sýningunni gefur skoðandanum færi á að komast inní þessar hugsanir opna fyrstu babúskuna í huga sér og þá næstu uns hann kemst að kjarnanum.
Uppistaða bókverksins eru teikningar eftir Eirúnu en einnig stuttir textar eftir Sigríði Þorgeirsdóttur, heimsspeking og Sigrúnu Daníelsdóttur, sálfræðing auk ljósmynda sem Katrín Elvarsdóttir tók. Gunnar Vilhjálmsson hannaði bókin ásamt Eirúnu.
Bókverkið er kostað af Suðsuðvestri og Kyninngarmiðstöð íslenskrar myndlistar.
Eirún Sigurðardóttir (www.this.is/eirun) hefur haldið reglulegar einksýningar ásamt því að stunda öflugt sýningarhald á heimsvísu sem 1/3 Gjörningaklúbbsins / The Icelandic Love Corporation (www.ilc.is)
Með lifandi skúlptúr, bókverki og teikningum undir borðið.
Á sýningunni mun “Gullið”, hinn lifandi skúlptúr, hekla úr höfði sér þræði og anga. Hvít vera sem leitar eftir kyrð, hlustun, skoðun, skilningi og áframhaldi.
Gullið kveikir margar myndir en minnir um margt á lifandi/manngert skilngstré þó ævintýrið um dóttur malarans sem var dæmd til að spinna gull úr hálmi sé ekki langt undan ásamt tengingum við Star Tek verurnar Borg sem búa yfir magnaðri samvitund….
Það er um ár síðan Eirún vissi hvað hún vildi gera í Suðsuðvestri. Millitíman hefur hún notað til þess að rannsaka hugmyndina.
Bókverkið sem gefið er út samfara sýningunni gefur skoðandanum færi á að komast inní þessar hugsanir opna fyrstu babúskuna í huga sér og þá næstu uns hann kemst að kjarnanum.
Uppistaða bókverksins eru teikningar eftir Eirúnu en einnig stuttir textar eftir Sigríði Þorgeirsdóttur, heimsspeking og Sigrúnu Daníelsdóttur, sálfræðing auk ljósmynda sem Katrín Elvarsdóttir tók. Gunnar Vilhjálmsson hannaði bókin ásamt Eirúnu.
Bókverkið er kostað af Suðsuðvestri og Kyninngarmiðstöð íslenskrar myndlistar.
Eirún Sigurðardóttir (www.this.is/eirun) hefur haldið reglulegar einksýningar ásamt því að stunda öflugt sýningarhald á heimsvísu sem 1/3 Gjörningaklúbbsins / The Icelandic Love Corporation (www.ilc.is)