Gulir sigra á Starfshlaupinu 2007
Hið árlega starfshlaup Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram í dag, föstudaginn 30. mars. Að þessu sinni var það Gula liðið sem vann en Hvíta liðið kom á eftir í 2. sæti en mjög mjótt var á mununum. Í fyrsta skipti var keppt um farandbikar sem keppt verður um framvegis.
Keppnisgreinarnar voru geysimargar eins og fyrri ár, en mesta athygli vakti þó liðurinn Óvænt uppákoma þar sem liðin voru ekki að spara hið óvænta. Þar voru Gulir hlutskarpastir líkt og í Dans, Söng og Kappáti Kennara, sem var síðasta þrautin og var lokastigatala Gulra 292 og Hvítra 283.
Vf-mynd/Þorgils - Sjá fleiri myndir í ljósmyndasafni VF hér til hliðar á síðunni.