Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Guðrún Ósvífursdóttir á Fésbók
Mánudagur 11. nóvember 2013 kl. 09:20

Guðrún Ósvífursdóttir á Fésbók

Nemendur í 9. bekk í Njarðvíkurskóla í Reykjanesbæ fengu óvenjulega vinarbeiðni um daginn þegar Guðrún Ósvífursdóttir óskaði eftir því að fá að vera vinur þeirra á fésbók. Allir nemendurnir samþykktu vinarbeiðnina þar sem þeim fannst Guðrún áhugaverð, hæfilega frökk og margbrotin manneskja. Guðrún  er að sögn afar opinská um líf sitt og segir fésbókarvinum sínum frá leyndarmálum í lífi sínu, hvernig persóna hún er, hvaða álit hún hefur á fjölskyldu sinni, ættmennum og nágrönnum,  hvernig hún býr og hvað hún gerir. 

Ásgerður Þorgeirsdóttur skólastjóri segir um skemmtilega nýung í kennsluháttum að ræða sem ætlað er að auka áhuga nemenda á Laxdælu sem þeir eru að fara að lesa. Ásgerður segir stuðning Guðrúnar  ómetanlegan og býst við að Guðrúnu takist að vekja meiri áhuga nemenda á bókinni sem vonandi drukknar ekki í jólabókaflóðinu.  Á Íslandi séu nánast allir á Fésbók og eru fornir kvenskörungar þar engin undantekning. 

Meðfylgjandi mynd var tekin við fornleifauppgröft í Höfnum  þar sem meðal annars var tekið á móti börnum úr Njarðvíkurskóla. Engum dettur þó í hug að þarna hafi verið heimili Guðrúnar Ósvifursdóttur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024