Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Guðrún og Kristrún unnu stærstu Jólalukku vinningana
Páll Orri Pálsson frá Víkurfréttum og Adam Sigurðsson, starfsmaður Nettó drógu út heppna vinningshafa. VF-myndir/pket.
Fimmtudagur 26. desember 2013 kl. 11:55

Guðrún og Kristrún unnu stærstu Jólalukku vinningana

„Þetta kemur mér á óvart en ánægjulegt auðvitað,“ sagði Guðrún Guðmundsdóttir, húsmóðir í Reykjanesbæ en hún hlaut stærstan vinninginn í Jólalukku Víkurfrétta 2013, 100 þús. króna gjafabréf í Nettó.

Guðrún og Jónas Franzson maður hennar hafa verslað mikið í Nettó í gegnum árin og líkar vel. „Mér líkar það vel og ekki skemmir hvað það eru góð bílastæði við verslunina,“ sagði hún í stuttu spjalli við VF þegar hringt var í hana til að tilkynna henni þessar ánægjulegu fréttir.

Ung kona í Grindavík, Kristrún Ingadóttir vann næst stærsta vinninginn sem var Evrópufarmiði með Icelandair. Hún var líka hissa þegar við hringdum í hana til að tilkynna henni vinninginn. „Ég vinn aldrei neitt. Þetta er æði. Þegar ég var búinn að skafa af miðanum mínum sendi ég manninn minn í Nettó hér í Grindavík þar sem ég hafði verslað en auðvitað átti ég ekki von á því að fá svona flottan vinning“ sagði Kristrún sem vinnur á leikskólanum Króki í Grindavík en fjölskyldan flutti til Grindavíkur frá Sauðárkróki sl. sumar en maður hennar stundar nám í Fisktækniskólanum í Grindavík.

Um 15 þúsund miðar bárust í Nettó og Kaskó sem dregið var úr á Aðfangadag. Yfir fimm þúsund miðar í Jólalukkunni eru með vinningum en síðan er dregið úr þeim miðum sem eru ekki með vinningi og fólk kemur með í Nettó eða Kaskó.
Auk tveggja stóru vinningana voru dregnir út 20 aðrir heppnir sem hljóta konfektkassa frá Nettó og eiga að sækja hann þangað.

Jólalukka 2013 - 100 þús. kr. gjafabréf í Nettó:
Guðrún Guðmundsdóttir, Heiðarbraut 1 Reykjanesbæ,

Evrópumiði með Icelandair:
Kristrún Ingadóttir, Marargötu 2, Grindavík

20 konfektkassar frá Nettó
Jóna Þórðardóttir Guðnýjarbraut 11 Reykjanesbæ
Rósa Jóhannesdóttir Faxabraut 38d Reykjanesbæ
Áslaug Unadóttir Skólavegi 23 Reykjanesbæ
Bergþór Hugi Bjarnason Mánagötu 11 Reykjanesbæ
Heiðar Agnarsson Sunnubraut 52 Reykjanesbæ
Sveindís Pétursdóttir Leirdal 8 Vogum á Vatnsleysuströnd
Axel Ingvarsson Heiðarholti 7 Reykjanesbæ
Olav Olsen Vesturgötu 17 Reykjanesbæ
Guðbjörg Ægisdóttir Kjarrmói 1 Reykjanesbæ
Ólöf Rún Guðsveinsdóttir Efsaleiti 40 Reykjanesbæ
Kristján Pálsson Kjarrmóa 3 Reykjanesbæ
Róbert Gísla Suðurgötu 52 Reykjanesbæ
Vilhjálmur K. Ingþórsson Ásabraut 2 Sandgerði
Guðmundur F. Sigurbjörnsson Hlíðargötu 22 Sandgerði
Guðjón Pétur Stefánsson Baugholti 23 Reykjanesbæ
Þórunn Friðriksdóttir Gónhóli 20 Reykjanesbæ
Guðný S. Magnúsdóttir Baldursgarði 11 Reykjnaesbæ
Kjartan Másson Brekkustíg 35b Reykjanesbæ
Salvör Pétursdóttir Híðarvegi 68 Reykjanesbæ

Úrdráttur 16. desember:
Gísla Vigfúsdóttir Urðarbraut 4 Garði, Icelandair ferðavinningur.
Aníta K. Carter Tjarnarbakka 6 Reykjanesbæ, 15 þús. kr. gjafabréf í Nettó.
Birna Níelsdóttir Vallarási 12 Reykjanesbæ, 15 þús. kr. gjafabréf í Nettó.

Úrdráttur 9. desember:
Thelma Rut Kristinsdóttir Norðurvellir 26 Reykjanesbæ, Icelandair ferðavinningur.
Tinna Torfadóttir Greniteig 35 Reykjanesbæ, 15 þús. kr. gjafabréf í Nettó.
Marlena Kuznicka Skógarbraut 110 Reykjanesbæ, 15 þús. kr. gjafabréf í Nettó.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bjarki verslunarstjóri Nettó og Adam hrista vel uppi í þúsundum Jólalukkumiðum áður en það var dregið.

Það voru margir sem skiluðu miðum í kassana í Nettó og Kaskó.