Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Guðrún Helga sýnir í Saltfisksetrinu
Fimmtudagur 3. maí 2007 kl. 10:37

Guðrún Helga sýnir í Saltfisksetrinu

Guðrún Helga Kristjánsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu Veðrabrigði i Listasal Saltfisksetursins  laugardaginn 5. maí kl. 14:00. Guðrún Helga er fædd og uppalin í Grindavík. Helga hefur málað í nokkur ár og sótt námskeið víða, þar á meðal eitt ár í Barcelona, í Escola Massana (Centre d’art dissney) en síðastliðin 4ár í myndlistarskóla Kópavogs, undir handleiðslu Svanborgar Matthíasdóttur og Bjarna Sigurbjörnssonar listmálara og hefur hún aðallega unnið með abstract verk.

Sýningunni lýkur 17. maí, Saltfisksetrið er opið alla daga frá 11:00 -18:00

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024