Guðrún Bjarnadóttir afhjúpaði stjörnusporið í dag
Guðrún Bjarnadóttir, fyrsta alheimsfegurðardrottning Íslands, hafhjúpaði í dag Stjörnusporið sitt á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Guðrún naut aðstoðar Sifjar Aradóttur, fegurðardrottningu Íslands, við að lyfta skildinum af stjörnusporinu.
Fjölmenni var viðstatt þegar Guðrún afhjúpaði stjörnusporið í blíðskaparviðri framan við úra- og skartgripaverslun Georg V. Hannah við Hafnargötuna. Sannkallaðir endurfundir voru við Hafnargötuna þegar Guðrún heilsaði upp á gamla kunningja en hún er frá Njarðvík og hefur verið búsett í Frakklandi í áratugi.
Guðrún sagðist ætla að taka virkan þátt í Ljósanótt og m.a. fara í 50 ára fermingarafmæli með árgangi sínum frá Njarðvík sem haldið verður í dag.
[email protected]