Guðrún alheimsfegurðardrottning í VF
Guðrún Bjarnadóttir, alheimsfegurðardrottning var í skemmtilegu viðtali í Víkurfréttum 1992 þegar hún var fimmtug.
Njarðvíkurmærin Guðrún Bjarnadóttir, sem kosin var Alheimsfegurðardrottning 1963 fagnaði 70 ára afmæli á árinu en á RÚV var sýndur klukkustundar langur þáttur með henni á annan dag jóla.
Guðrún var í viðtali í Víkurfréttum þegar hún varð fimmtug þar sem hún fór yfir ferilinn en hún var kjörin Ungfrú Íslands og tæpu ári síðar eða 1963 var hún kjörin Ungfrú Heimur eða Miss International. Keppnin fór fram á Long Beach eða Langasandi í Kaliforníu í Bandaríkjunum.
Guðrún var viðstödd hátíðarhöld þegar Njarðvíkurbær fagnaði 50 ára afmæli sínu 1992 og afhenti þá m.a. Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands merki bæjarins sem hún ólst upp í.
Hér má sjá viðtalið við Guðrúnu sem birtist í jólablaði Víkurfrétta 1992.
Bls. 1, bls. 2, bls. 3, bls. 4.