Guðný Nanna 100 ára
Guðný Nanna Stefánsdóttir varð 100 ára síðasta sunnudag en hún er fædd 16. október 1922. Guðný Nanna býr enn í sínu eigin húsnæði að Suðurgötu 4 í Keflavík og er við góða heilsu. Þar tók hún á móti gestum á afmælisdaginn.
Guðný Nanna ólst upp mestan part í Keflavík. Foreldrar hennar voru Stefán Jóhannesson, f. 1896, d. 1930 og Þórdís Torfadóttir f. 1896, d. 1983. Hálfsystir hennar, sammæðra, var Ástríður Sigurðardóttir, f. 1920, d. 2006, og albróðir hennar var Torfi Stefánsson, f. 1925, d. 2003.
Guðný Nanna giftist Baldvini Ólafssyni frá Vestmannaeyjum, f. 1915, d. 1995. Þau bjuggu megnið af sinni ævi í Keflavík og eignuðust sjö börn. Fyrir átti Guðný Nanna einn son, Stefán Guðmundsson, d. 2022. Börn Baldvins og Nönnu eru: Gunnar Hjörtur, Marta d. 2016, Palla, Ásdís, Jóhanna, Ásta og Sóley. Afkomendur eru orðnir 150.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í afmælisveislunni.