Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 20. desember 2001 kl. 15:48

Guðný Björk Kjærbo dúx

Skólaslit og brautskráning frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram á sal skólans í dag. Alls útskrifuðust 45 nemendur frá skólanum, 36 stúdentar, 4 meistara, 4 iðnnemar og einn útskrifaðist af starfsnámsbraut. Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og nemendur sem skarað hafa fram úr hlutu gjafir frá Sparisjóðnum í Keflavík.
Guðný Björg Kjærbo hlaut viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í raungreinum, stærðfræði, sögu, dönsku, ensku og spænsku auk þess sem hún hlaut viðurkenningu frá Sparisjóðnum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi og fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum og íslensku. Elísabet Rúnarsdóttir hlaut einnig viðurkenningu frá skólanum fyrir góðan árangur í raungreinum og stærðfræði auk viðurkenninga fyrir góðan árangur í þýsku og myndmennt. Hún hlaut einnig viðurkenningu frá Sparisjóðnum fyrir góðan árangur í íslensku, stærðfræði og raungreinum. Magnús Sveinn Jónsson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði, dönsku og ensku auk þess sem hann náði góðum árangri í Stærðfræðikeppni framhaldsskólann en Sparisjóðurinn veitti honum einnig viðurkenningu fyir góðan árangur í íslensku. Ragnar Már Skúlason fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í spænsku og í viðskiptagreinum frá Sparisjóðnum. Þá hlutu þeir Hallbjörn Valgeirsson og Hilmar Kristinsson viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda. Olíusamlag Keflavíkur og nágrennis veitti síðan Leifi Kristjánssyni viðurkenningu fyrir besta árangur til fyrsta stigs vélstóra.
Eins og venja er hélt skólameistari, Ólafur Jón Arnbjörnsson ávarp þar sem hann kom inn á heimsmálin og áhrifin sem þau hafa haft á skólann að undanförnu. Oddný Harðardóttir flutti yfirlit yfir störf annarinnar og Magnús Óskar Ingvason flutti nemendum kveðju starfsfólks. Nemendur sáu sjálfir um skemmtiatriðin en Jana María Guðmundsdóttir, nýstúdent flutti lagið Lindin við undirleik Elísabetar Lerifsdóttur en hún er nemandi við skólann. Baldur Jóhann Þorvaldsson, nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024