Guðni tekur skóflustungu að stærra byggðasafni í Garði

Byggðasafnið á Garðskaga nýtur mikilla vinsælda meðal gesta á Garðskaga og hefur aðsókn að safninu farið vaxandi á síðustu árum. Þá fjölgar munum safnsins jafnt og þétt og því verður ráðist í stækkun þess. Þá verður opnuð veitingaaðstaða fyrir um 50 manns í viðbyggingu safnsins.