Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Guðni áritar nýja bók í Eymundsson
Miðvikudagur 13. apríl 2011 kl. 15:29

Guðni áritar nýja bók í Eymundsson

-Máttur Viljans losar fólk úr álögum!

„Bókin gengur út á það að hjálpa þér að losna úr álögum. Það þýðir þau álög sem við leggjum á okkur frá morgni til kvölds í formi alls konar ósóma eins og t.d. með mataræði, hugarfari og hegðun,“ segir Guðni Gunnarsson, rithöfundur, en hann áritar bók sína Máttur viljans í Eymundsson í Reykjanesbæ á morgun kl. 15:00.

„Þangað til við skiljum muninn á því að vera hugsanir okkar og vitund að þá erum við í álögum og fjötrum, ekkert annað en þrælar hugsana sem við vitum ekkert hvaðan koma. Bókin gengur út á að vakna til vitundar í sjö skrefum og taka ábyrgð á hvernig maður ráðstafar sínu lífafli. Bókin er í raun og veru leiðarvísir frá fjötrum til frelsis og gengur út á að vilja öðlast velsæmdar í staðinn fyrir að verja megninu af lífinu í að bæla sig og berja á. Á bak við þetta allt er mikil reynsla og geta allir notfært sér efnið í þessari bók.“

Guðni hefur unnið sem lífsráðgjafi í 30 ár og hefur ferðast víða ásamt því að læra margt og mikið. „Ég hef aldrei lesið bók sem byggir á neinu öðru en hvata. Bækur segja manni yfirleitt að maður geti allt en það er lítið um leiðbeiningar um það hvernig maður öðlast heimild í sínu eigin hjarta fyrir velsemd. Mér fannst því tími til að koma vitneskju minni um umbreytingarsálfræði á blað og þetta virkar. Þú getur ekki orðið hamingjusamur nema þú hafir tilgang. Þú getur öðlast tímabundna ánægju en þú getur aldrei viðhaldið sannri hamingju nema í tilgangi.“

Guðni bjó í Bandaríkjunum í 16 ár þar sem hann var með tvær bækur í maganum og ætlaði sér að skrifa en kom svo fyrr til Íslands heldur en áætlað var. Hann ákvað þá að láta slag standa og gera þetta hérna heima og sameinaði þá meira og minna þessar tvær bækur sem hann hafði hugsað áður.

„Ég ætla svo að gefa út í haust það sem ég kalla Máttur viljans verkefnabók. Þá er ég með 49 daga þar sem við umbreytum ferlum okkar með ákveðnum æfingum, mataræði og ýmislegu á hverjum degi.

Guðni er búsettur í Garðabæ en fæddur og uppalinn í Keflavík. „Keflavík er náttúrulega mín vagga og ég væri ekki hálfur maður nema ég hefði fengið að villingast í Keflavík,“ sagði Guðni.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024