Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Guðmundur Steingríms tók lagið milliliðalaust á Bryggjunni
Miðvikudagur 9. janúar 2013 kl. 15:40

Guðmundur Steingríms tók lagið milliliðalaust á Bryggjunni

Guðmundur Steingrímsson var ásamt Róberti Marshall milliliðalaust á Bryggjunni í Grindavík í morgun. Þeir eru..

Guðmundur Steingrímsson var ásamt Róberti Marshall milliliðalaust á Bryggjunni í Grindavík í morgun. Þeir eru fulltrúar lista Bjartar framtíðar sem hefur mælst vel í fylgiskönnunum að undanförnu og er flokkurinn líklegur til að ná manni eða mönnum á þing í Alþingiskosningunum í vor.

Fín mæting var á Bryggjunni í morgun þar sem Guðmundur kynnti flokkinn og stefnur hans fyrir komandi kosningar. Páll Valur Björnsson, fyrrum bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, var einnig með þeim Guðmundi og Róberti í morgun. Páll Valur er í framboði fyrir Bjarta framtíð í Suðurkjördæmi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðmundur Steingrímsson lauk fundinum á því að setjast við píanóið á Bryggjunni og tók lagið við góðar viðtökur. Eins og einhverjir kannast eflaust við þá er Guðmundur einnig hljómsveitarinnar Ske og fær píanóleikari. Sjá má Guðmund leika á píanóið í morgun í myndbandinu hér að ofan.


Guðmundur Steingrímsson, Róbert Marshall og Páll Valur Björnsson eru í framboði fyrir Bjarta framtíð.


Það var fín mæting á Bryggjunni í Grindavík í morgun.


Guðmundur ræddi við Grindvíkinga í morgun.

Myndir og Myndband/Facebooksíða Bryggjunnar.