Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Guðmundur Rúnar sýnir í Saltfisksetrinu
Fimmtudagur 14. febrúar 2008 kl. 11:34

Guðmundur Rúnar sýnir í Saltfisksetrinu

Næstkomandi laugardag kl. 14.00 opnar Guðmundur R Lúðvíksson, myndlistamaður úr Reykjanesbæ , myndlistarsýningu í listasal Saltfisksetursins í Grindavík. Á sýningunni eru þrívíddarverk og ber sýningin titilinn Memorialist .

Á opnun sýningarinnar verður lesið upp úr nýrri ljóðabók Guðmundar sem kemur út á þessu ári.
Einnig kemur út vegleg 200 síðna bók með verkum Guðmundar frá 1991 til 2006 sem kynnt verður sérstaklega á opnun. Fjöldi annara uppákoma verður og má þar sérstaklega geta að stórvinur listamannsins, Geir Ólafsson mun mæta og taka nokkur lög fyrir gesti.
 
Guðmundur er myndlistamenntaður frá Myndlista og handíðaskóla Íslands og  með framhaldsmenntun frá Listaakademíunni í Rotterdam í Hollandi og Listaakademíunni í Frankfurt Þýskalandi.
Hann hefur haldið fjölda sýninga og sýnt í flestum söfnum og galleríum hér heima.
 
Fyrir skemmstu hlaut Guðmundur R Lúðvíksson Palm Award verðlaunin í Leipzig í Þýskalandi fyrir málverk sem hann sýndi þar í október og desember 2007. Hann veitir verðlaununum viðtöku þann 22. febrúar n.k. um leið og ný verk ,sem hann kallar LeipzigZag, verða sýnd þar í borginni.
 
Sýningin í Grindavík verður opin til 2. mars á opnunartíma setursins.

 

Mynd/elg: Guðmundur R. Lúðvíksson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024