Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Guðmundur Rúnar hlaut Palm Art verðlaunin
Fimmtudagur 27. desember 2007 kl. 11:26

Guðmundur Rúnar hlaut Palm Art verðlaunin

Guðmundur Rúnar Lúðvíksson, myndlistarmaður í Reykjanesbæ, hlaut nú fyrir jólin hin virtu Palm Art Award myndlistarverðlaun. Verðlaunin eru veitt árlega í Leipzig í Þýskalandi að undangengnum átta sýningum 90 valinna listamanna frá ýmsum löndum, s.s. Þýskalandi, Austurríki, Hollandi, Danmörku, Bretlandi, Svíþjóð, Noregi og Japan. Guðmundi Rúnari var boðin þátttaka í 8. sýningu ársins sem fram fór í nóvember síðastliðnum og hlaut hann mikið lof gagnrýnenda fyrir verk sín. Guðmundur er fyrsti íslendingurinn sem hlýtur þessi verðlaun.

Að sögn Guðmundar komu verðlaunin honum þægilega á óvart. „Það er auðvitað alltaf gaman að fá klapp á kollinn fyrir það sem maður er að gera. Þetta þýðir að einhverju leyti meiri athygli og hugsanlega þá fleiri tækifæri í framhaldinu, s.s. sýningar og fleira,“ sagði Guðmundur Rúnar aðspurður um hvaða þýðingu Palm Art verðlaunin hefðu fyrir hann.


Mynd: Guðmundur Rúnar Lúðvíksson í vinnustofu sinni. VF-mynd: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024