Guðmundur með brúðusýningu
Þann 10. febrúar næskomandi mun myndlistamaðurinn Guðmundur R. Lúðvíksson, úr Reykjanesbæ, vera með sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur á 100 brúðum, hönnuðum eftir teikningum sem börn hafa teiknað og Guðmundur hefur saumað eftir.
Einnig gefst börnum tækifæri á að teikna nýjar myndir af fígúrum eða brúðum fyrir Guðmund, sem hann mun síðan safna saman og gera úr þeim brúður. Ætlunin er að þær verði síðan sýndar á Menninganótt Reykjavíkur næsta haust.
Þess má geta einnig að sama dag verða tónleikar með Geir Ólafssyni ásamt barnastjörnunni Ísold Ylfu S. Jakobsdóttir ( sem söng m.a í áramótaskaupinu síðasta ), þar sem þau flytja lög og texta eftir Guðmund af barnadisknum Amma er best sem kom út fyrir stuttu.