Gudmundson skapar aðstæður fyrir heimsfrið
- Smári Guðmundsson með nýtt listamannsnafn, lag og myndband
Tónlistarmaðurinn Smári Guðmundsson hefur tekið upp listamannsnafnið Gudmundson og hefur gefið út nýtt lag og myndband sem er í dreifingu á YouTube.
„Meginmarkmið Gudmundson er einfalt, en það er að skapa aðstæður fyrir heimsfrið. Fyrsta skrefið er innri friður og samkennd,“ segir listamaðurinn í tilkynningu sem fylgir nýja myndbandinu sem má sjá í spilaranum hér að neðan.