Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Guðmundi Inga þakkað gott starf
Þriðjudagur 9. apríl 2013 kl. 08:03

Guðmundi Inga þakkað gott starf

Guðmundi Inga Hildissyni, umsjónarmanni Duushúsa, voru færðar þakkir frá bæjarstjóra og nánasta samstarfsfólki hans hjá Reykjanesbæ við starfslok hans í liðinni viku.

Guðmundur Ingi hóf störf hjá Reykjanesbæ árið 2007 og hefur sinnt Duushúsunum, starfsemi þeirra og viðskiptavinum af einstakri alúð og natni eins og þeir vita sem til þekkja. Um leið og frábær samstarfsmaður er kvaddur eru honum færðar þakkir fyrir vel unnin störf með von um að við taki skemmtilegir tímar með nýjum og spennandi verkefnum, segir á vef Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024