Guðjón sigraði í Billjardmóti eldri borgara
Billjardmót eldri borgara fór fram sl. fimmtudag á pool@bar í Reykjanesbæ, en þetta var síðasta mót fyrir sumarfrí. Guðjón Ólafsson bar sigur úr bítum, en alls tóku 22 þátt í mótinu. Eftir undankeppni var keppt í úrslitariðli þar sem Guðjón hafði sigur eftir spennandi keppni við þá Jón Olsen, sem var í 2. sæti, og Guðmund Stefánsson, sem var í því þriðja.
Eldri borgarar hafa hist í 88-húsinu í vetur í samtarfi við félgasmiðstöðina Selið, en Selið gaf einmitt verðlaun til mótsins. Billjard eldri borgara hefst aftur í september.
Mynd af www.88.is – Þar má finna enn fleiri myndir.
Eldri borgarar hafa hist í 88-húsinu í vetur í samtarfi við félgasmiðstöðina Selið, en Selið gaf einmitt verðlaun til mótsins. Billjard eldri borgara hefst aftur í september.
Mynd af www.88.is – Þar má finna enn fleiri myndir.