Guðjón Ketilsson með leiðsögn um TEIKN á Safnahelgi
Guðjón Ketilsson og Aðalsteinn Ingólfsson sýningarstjóri taka á móti gestum sunnudaginn 10. mars kl. 15 á einkasýningu Guðjóns TEIKN í Listasafni Reykjanesbæjar.
Leiðsögnin er liður í Safnahelgi á Suðurnesjum sem fer fram þessa helgi þar sem söfn og sýningar bjóða heim gestum og brydda upp á margvíslegri dagskrá sem skoða má á safnahelgi.is
Ókeypis aðgangur er í Duus Safnahús þessa helgi og hvetjum við alla til að líta við hjá okkur og taka þátt í stórskemmtilegri dagskrá Safnahelgar um öll Suðurnes.
Safnið er opið alla daga frá 12-17 og sýningin stendur til 22. apríl.