Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Guðfaðir fótboltans í Garði
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 27. desember 2019 kl. 18:41

Guðfaðir fótboltans í Garði

Sigurður Ingvarsson hefur verið rafverktaki í 50 ár og var 28 ár í hreppsnefnd Gerðahrepps.

Sigurður Ingvarsson mætir í viðtal við Víkurfréttir á þrjátíu ára fresti. Árið 1989 tók blaðamaður Víkurfrétta hús á Sigurði þegar hann var á kafi í knattsprnuþjálfun hjá Víði. Þá var hann að þjálfa yngri flokka hjá Víði. Viðtalið var tekið skömmu fyrir jól en sumarið eftir fór Sigurður með um tuttugu stráka úr 5. flokki Víðis til Færeyja að spila knattspyrnu. Það var vinsælt hér á árum áður að fara í fótboltaferðir úr Garðinum til Færeyja. Við hittum Sigurð Ingvarsson svo aftur núna í haust, 30 árum eftir fyrra viðtalið. Aftur var talað um knattspyrnu en einnig rafvirkjun, sem Sigurður hefur haft að ævistarfi, og sömuleiðis hreppspólitíkina í Garði en Sigurður sat til fjölda ára í hreppsnefnd Gerðahrepps, í þá daga sem Garður var ekki orðinn bær og löngu áður en menn fóru að ræða af alvöru að sameinast Sandgerði.

Viðtalið má lesa í veftímariti Víkurfrétta með því að smella á þennan hlekk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024