Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sunnudagur 29. september 2002 kl. 02:15

Guðbjörg Elísa Sumarstúlka Suðurnesja 2002

Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir, 18 ára, var í kvöld kjörin Sumarstúlka Suðurnesja 2002 í hófi í veitingahúsinu Stapa. Guðbjörg verður jafnframt fulltrúi Suðurnesja í næstu keppni um Ungfrú Ísland.is. Hildur Hermannsdóttir, 20 ára, hlaut annað sætið í keppninni og Margrét Rósa Friðbjörnsdóttir hafnaði í 3. sæti. Tíu stúlkur tóku þátt í keppninni sem lauk á öðrum tímanum nú í nótt.Elena Unmdeland, 18 ára, var kjörin Casal-stúlka sportvöruverslunar Óskars. Stúlkurnar tíu komu fram í tveimur tískusýningum frá tískuvöruversluninni Mangó í Keflavík, en Rakel kaupkona í Mangó er hugmyndasmiður keppninnar. Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Johnny Naz var kynnir kvöldsins, ásamt því sem hann rappaði nokkur lög. Þá var spúandi eldgleypir á sviðinu. Annað var ekki til skemmtunar, nema að plötusnúðar héldu uppi danstöktum fram á nótt.
Meðfylgjandi er mynd af stúlkunum úr þremur efstu sætunum í keppninni um Sumarstúlku Suðurnesja 2002.

Fleiri myndir frá kvöldinu í Víkurfréttum á fimmtudaginn.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024