Guðbergur með leiðsögn um áróðurssýninguna
Guðbergur Bergsson rithöfundur og heiðursborgari Grindavíkur opnaði áróðurssýningu í Saltfisksetrinu 3. júlí sl. Sýningin hefur að vonum vakið mikla athygli. Þar sýnir Guðbergur fjöldan allan af áróðursveggspjöldum sem hann hefur safnað í gegnum tíðina í langdvölum sínum víða um heim. Á morgun, fimmtudaginn 15. júlí kl. 20:00, mun Guðbergur vera með leiðsögn um sýninguna og ætti enginn að láta þetta einstaka tækifæri fram hjá sér fara.