Grýla og Leppalúði í Kaffitári - MYNDBAND
Grýla og Leppalúði mættu í höfuðstöðvar Kaffitárs í Njarðvík á dögunum. Þau runnu líklega á kaffiilminn og ljósmyndarinn Rósinkar Ólafsson greip Grýlu glóðvolga þar sem hún hafði náð sér í sekk með kaffibaunum. Parið ófrýnilega heilsaði upp á starfsfólk Kaffitárs sem tók vel á móti þeim, enda komið í skólaskap. Leppalúði fékk meira að segja koss á kinn.
Meðfylgjandi myndband og myndir náðust af heimsókninni.