Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grunnskólarnir settir í dag
Föstudagur 22. ágúst 2008 kl. 11:43

Grunnskólarnir settir í dag

Mynd/pket:  Sigurbjörg Guðmundsdóttir, kennari í Heiðarskóla að býður nemanda í 4. bekk velkominn í skólann á ný eftir sumarfrí.

Líf færðist aftur yfir grunnskólana á Suðurnesjum í morgun eftir sumarið þegar nemendur flykktust til skólasetninga. Sama má segja um alla grunnskóla landsins en um fjögur þúsund börn á landinu eru að hefja skólagöngu í fyrsta sinn. Í morgun lá ekki fyrir hjá Fræðsluskriftofu Reykjanesbæjar hver endanleg nemendatala verður í grunnskólum bæjarins en reikna má með að fjölgunin sé nokkur í ljósi þeirrar íbúaþróunar sem verið hefur. 
Nemendur fá afhentar stundatöflur og önnur gögn í dag en eiginlegt skólastarf hefst svo á mánudaginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024





Myndir/pket: Úr Heiðarskóla í morgun.