Grunnskólaneminn: Ronaldo er fyrirmyndin
Páll Orri Pálsson tók létt spjall við nemendur í Njarðvíkurskóla á dögunum. Arnór Breki Atlason svaraði spurningunum en hann er í 7. SS.
Hvað gerirðu eftir skóla? Ég fer Í fótbolta og er með vinum mínum
Uppáhalds áhugamál? Fótbolti
Uppáhalds fag í skólanum? Íþróttir og sund
Ef þú gætir hitt einhvern frægan í einn dag, hver væri það? Cristiano Ronaldo, hann er fyrirmyndin mín
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Að fljúga
Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Atvinnumaður í fótbolta eða læknir
Hver er frægastur í símanum þínum? Mamma, Arna Oddgeirsdóttir
Hver er frægust eða frægastur sem þú hefur hitt? Besti fiðluleikari í heimi
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Fara á einhverja staði sem ég má ekki fara inn á
Í hvaða bekk ertu? 7.SS, Njarðvíkurskóla