Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grunnskólanemar lesa Passíusálma
Þriðjudagur 7. október 2014 kl. 09:15

Grunnskólanemar lesa Passíusálma

– Hallgrímur Pétursson og unga fólkið í Safnaðarheimili Sandgerðis

Nemendur úr 8. bekk Grunnskólans í Sandgerði munu lesa úr Passíusálmunum í dag, þriðjudaginn 7. október, frá kl. 9.30 í Safnaðarheimilinu í Sandgerði. Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur segir að lesturinn standi til a.m.k. kl. 12.30.

Í bland við lesturinn verður boðið upp á tónlistaratriði frá nemendum tónlistarskólans í Sandgerði.  Að sögn Sigurðar Grétars er öllum velkomið að líta við í safnaðarheimilinu og njóta lesturs og tónlistar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024