Gróðursettu við Rósaselsvötn
Útskriftarnemar við Fjölbrautaskóla Suðurnesja gróðursettu í gær plöntur við Rósaselsvötn ofan við Keflavík til minningar um veru sína í skólanum. Skólinn fékk á sínum tíma úthlutað svæði við Rósaselsvötn hjá Skógræktarfélagi Suðurnesja og nú er svo búið að í nokkur ár hafa útskriftarhópar við skólann gróðursett plöntur á svæðinu tvisvar sinnum á ári.
Til allrar lukku slapp svæði Fjölbrautaskólans við sinubrunann sem átti sér stað við Rósaselsvötn s.l. mánudag.
www.fss.is