Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gróðursett í blíðunni
Föstudagur 11. september 2009 kl. 09:29

Gróðursett í blíðunni


Síðastliðinn föstudag fór hópur væntanlegra útskriftarnemenda í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í hina hefðbundnu gróðursetningu ásamt nokkrum kennurum. Veðrið var til fyrirmyndar og það var stór og myndarlegur hópur sem skellti sér í skítagallann og henti sér í moldina. Að venju var góð stemmning í hópnum enda hefð fyrir því að boðið sé upp á sælgæti og gos í boði skólameistara. Farið var að Rósaselsvötnum fyrir ofan Keflavík en þar á skólinn skika þar sem útskriftarhópar gróðursetja plöntur til minningar um veru sína í skólanum. Hópurinn lét hendur standa fram úr ermum og plönturnar voru komnar á sinn stað á augabragði.


Svæðinu sem um ræðir fékk skólinn á sínum tíma úthlutað hjá Skógræktarfélagi Suðurnesja. Þeir nemendur sem útskrifast frá skólanum gróðursetja þar plöntur tvisvar á ári; nemendur sem útskrifast á haustönn fara í upphafi haustannar en hópar sem útskrifast að vori gróðursetja þá. Þetta hefur verið gert í þó nokkur ár og er búið að gróðursetja þó nokkuð af plöntum sem eiga vonandi eftir að vaxa þar og dafna.
---

Af vef FS

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024