Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 10. júlí 2000 kl. 12:48

Gróðursetja tré fyrir hvern farþega

Ferðaþjónusta Suðurnesja býður upp á hvalaskoðunarferðir sem farnar eru á hverjum morgni ef næg þátttaka fæst. Þá er lagt af stað klukkan tíu og tekur ferðin um þrjár klukkustundir. Helst sést til hrefnu, hnúfubaks, höfrunga, hnísa, háhyrninga og jafnvel hefur einn og einn steypireyður sést. „Það kemur fyrir að við sjáum allt að fjórum þessara tegunda í einni og sömu ferðinni, en höfrungarnir geta verið skemmtilegir og koma jafnan upp að bátnum, svo það er nánast hægt að klappa þeim“, segir Helga Ingimundardóttir, eigandi fyrirtækisins. „Svo er náttúrlega mikil flóra af sjófuglum“, bætir Helga við. Báturinn sem siglt er á heitir Andrea og hefur leyfi fyrir 55 farþega, en panta þarf fyrir fram í allar ferðir. Leiðsögumaður ferðanna er dönsk stúlka, sem er líffræðingur og veit nánast allt sem hægt er að vita um þessi sjávardýr, enda oft margar spurningar sem hún þarf að svara í ferðunum. Fyrirtækið leggur mikið upp úr umhverfisvernd og sem dæmi má nefna að fyrir hvern ferðamann sem fer í ferð með „Andreu“, er keypt eitt tré, sem Skógræktarfélag Suðurnesja sér um að planta. Hvalaskoðunarfyrirtækið hefur verið starfrækt síðan 1994. Til að byrja með var það aðeins með ferðir átta mánuði á ári og var þá með 12 manna bátinn „Hnoss“ í notkun. Síðan þá hefur fyrirtækið þróað þjónustu sína og er nú mikil aðsókn í hvalaskoðunarferðir þess.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024