Gróðurinn fékk dekur í Sandgerði
Starfsmenn Vinnuskóla Suður- nesjabæjar í Sandgerði voru að dekra við gróðurinn á svæðinu við Vörðuna þegar ljósmyndari Víkurfrétta var þar á ferð á mánudags- morgun. Líflaus tré voru fjarlægð úr beði og önnur snyrt. Fjölmörg ungmenni fá sumarvinnu hjá vinnuskólum sveitarfélag- anna og læra réttu handtökin og njóta á sama tíma útiveru.