Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gróa og 4 kórar í Keflavík í FS í dag
Laugardagur 12. maí 2012 kl. 07:37

Gróa og 4 kórar í Keflavík í FS í dag

Kórastjórnandinn Gróa Hreinsdóttir verður með tónleika þar sem fjórir kórar sem hún stjórnar munu koma fram í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja í dag laugardag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kórarnir eru: Borgarkórinn, kór starfsmanna Reykjavíkurborgar, Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandasókna, Kvennakór Kópavogs og Kvennakórinn Uppsveitasystur.
Samtals verða söngvarar um 100 manns.

Tónleikarnir verða kl 15.00 og aðgangseyrir er kr. 1500 - en kr. 1000
fyrir eldri borgara. Frítt fyrir 16 ára og yngri.+