Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grískar fótboltabullur á Keflavíkurvelli
Fimmtudagur 8. júlí 2004 kl. 16:42

Grískar fótboltabullur á Keflavíkurvelli

Grískar fótboltabullur á vegum sumarleikhóps Vinnuskólans í Reykjanesbæ heimsóttu knattspyrnuvöll Keflvíkinga í dag. Þeir mættu aðeins of tímanlega vegna þess að leikurinn hefst ekki fyrr en klukkan 19:15 í kvöld. Leikhópurinn hefur verið með ýmis verk í allt sumar og hefur sannarlega sett skemmtilegan svip á bæinn. Krakkarnir voru klædd að hætti Forn-Grikkja og gengu um knattspyrnuvöllinn. Kofabyggðin sem stendur á malarvellinum í Keflavík tæmdist fljótt þegar smíðakrakkarnir hópuðust í kringum þessi skrýtnu goð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024