Gripinn glóðvolgur með blaðamanni DV!
Hjálmar Árnason alþingismaður skammaði DV óspart í pistli á vefsvæði sínu á dögunum og sagði þar opinberlega upp áskrift af blaðinu og óskaði eftir því að það yrði ekki borið framar heim til hans. Það bar því vel í veiði hjá ljósmyndara Víkurfrétta í dag þegar hann greip Hjálmar glóðvolgan á tali við Sigurð Boga blaðamann DV í DUUS-húsum í Keflavík. Hvort Hjálmar var að forvitnast um það hvað væri í blaðinu í dag, skal ósagt látið. Ef myndin er skoðuð vel má sjá að Hjálmar er hálf skömmustulegur en Sigurður Bogi virðist hins vegar hafa komið auga á eitthvað hneyksli til að slá upp á forsíðu á mánudaginn. Hjálmar mun hins vegar ekki fá að vita hvað það verður, enda ekki áskrifandi lengur :)
VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson