Grínklúbburinn Lundi með uppistand á Paddy’s

Grínklúbburinn Lundi var stofnaður árið 2016 af u.þ.b. 10 uppistöndurum sem flestir hafa lokið námskeiðum hjá Þorsteini Guðmundssyni fóstbróður. 
 
Í klúbbnum eru uppistandarar sem hafa komið víða við í lífinu og endurspeglar grínið fjölbreytta samfélagsrýni. Má þar nefna leikara, lögfræðing, söngvara, öryrkja, stjórnmálamann, hjúkrunarfræðing, ellilífeyrisþega, leiðsögumann o.fl. Þá eru meðlimir á öllum aldri frá 20-90 ára. 
 
Klúbburinn hefur haldið fjölmörg uppistönd í Reykjavík á síðustu árum og er ævinlega troðið útúr dyrum. 
 
Föstudaginn 23. febrúar mun kúbburinn í fyrsta sinn koma saman í Keflavík á Paddy‘s en að þessu sinni eru það uppstandararnir Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir, Hildur Birna Gunnarsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Kristín María Gunnarsdóttir, María Guðmundsdóttir, Ólöf Magnúsdóttir og Pétur Ragnar Pétursson. 
 
Þess má geta að amk tveir þessara aðila eru Suðurnesjamenn. Frítt er á glensið og hefst það stundvíslega klukkan 20:30.