Grindvískt gull á Ólympíuleikum matreiðslumanna

Þórður M Þórðarson, matreiðslumaður á Salthúsinu Restaurant í Grindavík, vann gullverðlaun ásamt íslenska kokkalandsliðinu á Ólympíuleikum matreiðslumanna sem nú fer fram í Þýskalandi.  
Íslenska kokkalandsliðið hélt til Erfurt í Þýskalandi föstudaginn 17. október síðastliðin, til að taka þátt í Ólympíuleikum matreiðslumeistara.
Leikarnir fara fram dagana 19. til 24. október og eru ávallt haldnir sama ár og Ólympíuleikar í íþróttum fara fram.
Með í för Íslenska kokkalandsliðsins er Þórður M Þórðarson matreiðslumaður Salthússins Restaurant. Þórður hefur verið þeim til aðstoðar allan sinn námsferil en hann útskrifaðist í vor með hæstu einkunn á matreiðslusviði Menntaskólans í Kópavogi og lærði allan sinn námstíma af þeim bestu á Hótel Sögu. 



 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				