Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grindvískir lionsmenn gáfu ketti
Fimmtudagur 21. nóvember 2019 kl. 09:41

Grindvískir lionsmenn gáfu ketti

Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík bárust nýverið gjafir sem nýtast við starfsemi heimilisins og léttir heimilismönnum lífið. Lionsklúbbur Grindavíkur færði heimilinu að gjöf þrjá „ketti“ en slíkir kettir hafa sannað sig í að örva viðbrögð og skynjun þeirra sem eiga við heilabilun að stríða.

Helgi Sæmundsson færði við sama tækifæri heimilinu að gjöf forláta hægindastól á hjólum sem nýtist fólki sem erfitt á með gang.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024