Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Grindvískir keppendur í Grillsumrinu mikla
Mánudagur 17. ágúst 2015 kl. 09:27

Grindvískir keppendur í Grillsumrinu mikla

- Atkvæðagreiðsla stendur yfir

Þessa dagana stendur yfir atkvæðagreiðsla í grillkeppninni „Grillsumarið mikla“ en það eru grillþættir sem sýndir voru á MBL Sjónvarpi og Youtube í sumar. Meðal keppnisliða er eitt lið skipað fimm valinkunnum Grindvíkingum og þurfa þeir á þínu atkvæði að halda til að sigra. Það er algjörlega hlutlaust mat okkar hér á Grindavík.is að þarna sé að ferðinni langbesta liðið í keppninni. Grillhæfileikarnir augljósir og svo eru þeir líka bæði myndarlegir og skemmtilegir í sjónvarpi.

Liðið skipa þeir Guðmundur Bergmann, Otti Rafn Sigmarsson, Siggeir F. Ævarsson fyrirliði, Sigurður Rúnar Karlsson og Viðar Kristinsson. Þeir félagar töfruðu fram dýrindis „surf & turf“ ásamt grilluðum ávöxtum með súkkulaði í eftirrétt. Að sögn kunnugra smakkaðist maturinn jafnvel betur en hann lúkkar.

Til að greiða Svakanöggum atkvæði þarf að fara inn á heimasíðu Grillsumarsins og smella einu „like-i“ á drengina. Til mikils er að vinna en í verðlaun er sælkeraferð fyrir liðið til Búdapest.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024