Mannlíf

Grindvískir göngugarpar á Fimmvörðuhálsi
Hópurinn kominn hálfa leið, að Tryggvaskála. F.v. Róbert Ragnarsson, Jón Þórisson, Svava Agnarsdóttir, Hildigunnur Árnadóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Rósa Signý Baldursdóttir, Sigurður Jónsson og Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir.
Miðvikudagur 20. ágúst 2014 kl. 13:46

Grindvískir göngugarpar á Fimmvörðuhálsi

Starfsmenn skrifstofu Grindavíkurbæjar og makar skelltu sér í göngu.

Nokkrir vaskir starfsmenn bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar og makar þeirra gerðu sér lítið fyrir og skelltu sér í göngu yfir Fimmvörðuháls á dögunum. Víkurfréttir fengu góðfúslegt leyfi Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra og eins göngugarpanna, til að birta meðfylgjandi myndir úr ferðinni, sem fór fram í einstaklega góðu veðri.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hópurinn, þegar lagt var í hann, ásamt fána með bæjarmerki Grindavíkurbæjar.

Komin á leiðarenda. Einhverjir töluðu um að Hildigunnur næði svipnum á geithafrinum vel.