Grindvískir göngugarpar á Fimmvörðuhálsi
Starfsmenn skrifstofu Grindavíkurbæjar og makar skelltu sér í göngu.
Nokkrir vaskir starfsmenn bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar og makar þeirra gerðu sér lítið fyrir og skelltu sér í göngu yfir Fimmvörðuháls á dögunum. Víkurfréttir fengu góðfúslegt leyfi Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra og eins göngugarpanna, til að birta meðfylgjandi myndir úr ferðinni, sem fór fram í einstaklega góðu veðri.
Hópurinn, þegar lagt var í hann, ásamt fána með bæjarmerki Grindavíkurbæjar.
Komin á leiðarenda. Einhverjir töluðu um að Hildigunnur næði svipnum á geithafrinum vel.