Grindvískar hlaupadrottningar hlaupa maraþon í níu daga
Hlaupa samtal s374 km á 9 dögum til styrktar MS félaginu.
Grindvísku hlaupadrottningarnar Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, Christine Bucholz og María Jóhannesdóttir ætla að hlaupa til styrktar MS félagsins norður Kjöl og suður Sprengisand dagana 7.-15. júlí næstkomandi. Þær ætla að hlaupa eitt maraþon á dag í níu daga eða 374 km á 9 dögum.
Þeir sem vilja heita á stelpurnar og styrkja MS félagið geta lagt inn á:
Banki, 115-26-052027
kennitala, 520279-0169
Allar upplýsingar um hlaupið eru á facebooksíðu hlaupsins hér.
Fleiri eru velkomnir að hlaupa með þeim stöllum, þess vegna hluta úr degi.