Grindvíkingur á verðlaunapalli
 Stefanía Ósk Margeirsdóttir, píanónemandi í Tónlistarskólanum í Grindavík, náði öðru sæti í keppni píanónemenda sem Evrópusamband píanókennara hélt fyr í mánuðinum og fer fram á þriggja ára fresti.
Stefanía Ósk Margeirsdóttir, píanónemandi í Tónlistarskólanum í Grindavík, náði öðru sæti í keppni píanónemenda sem Evrópusamband píanókennara hélt fyr í mánuðinum og fer fram á þriggja ára fresti.  
Fram kemur á vefsíðu Grindavíkurbæjar að Stefanía hafi margoft komið fram í bænum og alltaf verið sér og Tónlistarskólanum til sóma. Kennari Stefaníu er Anna Málfríður Sigurðardóttir.
Af vef Grindavíkurbæjar

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				