Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grindvíkingum boðið í 25 ára afmæli Þrumunnar
Föstudagur 11. nóvember 2011 kl. 09:37

Grindvíkingum boðið í 25 ára afmæli Þrumunnar

Í dag, föstudaginn 11. nóvember, er öllum Grindvíkingum boðið að heimsækja félagsmiðstöðina Þrumuna, Víkurbraut 21. Opnunin er liður í félagsmiðstöðvardeginum sem haldinn var hátíðlegaur víðast hvar 2. nóvember en auk þess á Þruman afmæli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þruman er nú að hefja sitt 25. formlega starfsár og af frumkvæði unglinganna í félagsmiðstöðinni var ákveðið að blása til allsherjar veislu. Dagskráin og veisluhöld eru öll skipulögð og framkvæmd af unglingunum sjálfum.

Dagskrá hefst klukkan 20:00:
• Ávarp: formaður Þrumuráðs Nökkvi Már
• Hljómsveit hússins: Jonni á trommur, Stefán á gítar, Þorsteinn á bassa, og Friðfinnur á kassagítar.
• Ari rappar frumsamið lag
• Helgi töframaður sýnir töfrabrögð
• Afrakstur úr hönnunarkeppni Stíls verður til sýnis. Hönnunarliðin skipa annarsvegar þær Guðný Eva, Ragnheiður og Margrét og hinsvegar Unnur, Katla og og Edda Sól.
• Dansatriði frá 7. bekk: fulltrúar yngra stigsins, Sverrir og Hákon munu sýna gestum það heitasta í dansheiminum í dag.

Kynnar kvöldsins verða þær Valgerður María Þorsteinsdóttir og Rósa Dís Sveinsdóttir.
Á boðstólnum verður risa afmæliskaka fyrir gesti og gangandi.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Starfsfólk Þrumunnar og unga fólkið í Grindavík