Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 19. ágúst 1999 kl. 21:59

GRINDVÍKINGAR STEFNA Á 2.200 ÍBÚA Á ÁRINU

Í kjölfar góðs atvinnuástands hefur verið mikil fólksfjölgun og er svo komið að umfram eftirspurn er eftir húsnæði í sveitarfélaginu. Grindvíkingum fjölgaði um 39 á árinu 1998 og eru aðfluttir umfram brottflutta 19 fyrstu sex mánuði þessa árs og bendir margt til þess að íbúafjöldi í Grindavík nái í fyrsta sinn 2.200 manna markinu á þessu ári. Mikil uppbygging er í bæjarfélaginu og má nefna stækkun og einsetningu grunnskólans, fjölgun leikskólaplássa og dýpkun hafnarinnar. Verktakar í Grindavík eru um þessar mundir að bregðast við kröfum markaðarins um aukið íbúðahúsnæði í bænum og er undirbúningur hafinn að nýju u.þ.b. tvö hundruð íbúa hverfi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024