Grindvíkingar keppa í Útsvari á föstudag
Grindavík mætir Fjarðabyggð í annarri umferð spurninga- og skemmtiþáttarins Útsvars næsta föstudagskvöld á RÚV. Án efa verður hart barist því hér eigast við sigurlið síðustu tveggja ára.
Fjarðabyggð sigraði í vor og Grindavík hafði betur gegn Vestmannaeyjum, 65-64, í fyrstu umferð en tryggði sér svo sigur með því að svara 15 stiga spurningu í blálokin um grísk-rómverska glímu.
Agnar Steinarsson, Ragnheiður G. Eyjólfsdóttir og Siggeir Fannar Ævarsson skipuðu lið Grindavíkur.
Þau tóku saman æfingu í gær og að sögn Agnars er góður keppnisandi í liðinu.
Grindvíkingar eru hvattir til þess að fara og fylgjast með keppninni í sjónvarpssal RÚV. Allir eru velkomnir en mæta þarf hálftíma fyrir útsendingu.